top of page

Um Verkefnið

Þjóðbúningurinn minn er Lokaverkefnið mitt frá Menntaskólanum á Ísafirði. Ég ákvað að gera þetta verkefni um venjulegt fólk sem hefur saumað á sig eða aðra Íslenskan þjóðbúning.
Hvernig valdirðu viðmælendur?

Við val á viðmælendum auglýsti ég verkefnið mitt á mínum samfélagsmiðlum og bað ættinga og vini að hafa augun opin fyrir mig, einnig kannaðist ég við nokkra sem höfðu saumað búning enda mikið af fólki hér í Bolungarvík sem eiga sér þjóðbúninga enda skylda að mæta í þjóðbúning á þorrablót hér í bæ. En svo kom að því að velja, fyrst og fremst vildi ég fá þátttakendur sem buðu sig sjálfir fram, sem höfðu áhuga á að vera með í verkefninu en þegar leið á verkefnið þurfti ég að fara spurjast um og leitast eftir þeim sem gekk þónokkuð vel. 

Hvernig datt þér þetta í hug ?

Í um að verða 3 ár hefur mér langað að sauma mér sjálf búning. en upphafið var allt þegar ég fór að sækja Þorrablót í Bolungarvík þar sem allar konur voru skyldugar að mæta í þjóðbúning. Mér fannst þetta stórkostlegir búningar og hafði ekki séð mikið af þeim fyrr en ég flutti Vestur, en ég bjó áður í Kópavogi og ég sá ekki mikið af þessum búningum. Svo ég fór að spurjast fyrir, hitta konur sem hafa saumað eða eru að sauma sér. Ég á svo frábæra tengdafjölskyldu sem er rosalega myndarleg í höndunum og hafa verið gerðir margir þjóðbúningar innan fjölskyldunnar. Þannig að mér langaði að hitta fleiri konur, kynnast þessu betur og víðara. það var svona uppruninn af því að ég ákvað að gera þetta verkefni. 
 

Afhverju um þjóðbúninga sem fólk hefur saumað en ekki söguna?

Mjög einfalt svar við því, því að alltaf er einhver á bakvið saumaskapinn á þjóðbúningnum en ekki oft talað um það. Þetta er gríðarlegt verkefni að sauma svona búning. þetta tekur oftast mjög langan tíma, þolinmæði og þrjósku í að klára svona. Þess vegna langaði mér að heyra í konum sem hafa saumað sér búning eða á aðra. þetta er svo magnað handverk og mismunandi sögur á bakvið hvern og einn búning, já og saumaferlið. 

Takk fyrir hjálpina! 

Ég vil þakka viðmælendunum mínum kærlega fyrir hjálpina og þolinmæðina, án þeirra hefði þetta aldrei tekist. Ég vil einnig þakka Hildi í Annríki fyrir frábæra fræðslu og notalega heimsókn til hennar þar sem ég fékk að taka myndir af þjóðbúningunum sem hún á til þar til að notast við í verkefnið.

Einnig vil ég þakka kennurum mínum fyrir frábæra leiðsögn í gegnum lokaverkefnis áfangann, Ragnheiður Fossdal og Júlía Björnsdóttir. 

bottom of page