
Faldbúningur
Viðmælandi 1. Faldbúningur
â
Viðmælandi 1 saumaði sér 18.aldar faldbúning. Hún byrjaði á námskeiði hjá Annríki sem kom vestur á firði til þess að kenna námskeið. Fyrst um sinn bjó hún sér til peysuföt og upphlut með, en seinna meir tókst vinkonu hennar að plata hana með sér á faldbúninganámskeið sem upprunalega er sett upp sem 3 ára námskeið/hittingar. Búningagerðin tók aðeins lengri tíma þar sem færð og veður spiluðu inn í og endaði hún á að vera í 5 ár að sauma hann. Spurð hvernig henni fannst að sauma búninginn svaraði hún að henni þótti þetta mjög skemmtilegt, en einnig var þetta erfitt, enda mikill saumaskapur í höndunum. Hún myndi ekkert endilega sauma sér annan búning á sjálfa sig en gæti alveg hugsað sér að sauma búning á einhvern annan, t.d. barnabúning eða jafnvel herrabúning. Viðmælandi hefur notað faldbúninginn á jólunum, þorrablótum, jarðarförum, 17.júní og á fleiri viðburði en er ekki eins dugleg að fara í hann í dag eins og áður.
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() |