
Búningur Stúlkna
Viðmælandi 6. 19. Aldar upphlut.
Viðmælandi saumaði 19.aldar upphlut á dóttur sína sem var þá 9.ára. En þar sem hún var að sauma búninginn fyrir fermingu frumburðans þá ákvað hún ekki bara að gera barnabúninginn heldur einnig 18.aldar upphlut á sjálfan sig. Aðspurð hvernig henni fannst að sauma búningana svaraði hún :
‘’Mér fannst einstaklega gaman að sauma þessa búninga. Ég held að þar spili stórt hlutverk litadýrðin sem eldri búningarnir gefa okkur. Þarna gat ég valið minn lit í upphlutinn sjálfan, og varð þessi flík þá miklu meira mín, enda sérvalin. Einnig þá fékk dóttir mín að koma með að velja efni og liti í sinn upphlut, þannig varð þetta verkefni svo ótrúlega persónulegt.’’
Námskeiðið sem hún fór á var hennar annað námskeið hjá Annríki, henni fannst það skemmtilegt, enda lenti hún í mjög skemmtilegum hóp sem lét þennan tíma líða hratt. Námskeiðið var í 11 vikur, á þeim tíma náði hún að sauma báða búningana. En fyrir átti hún ekkert í búningana en svo kom í ljós að amma eiginmannsins hennar átti keðju með fjöður á, sem þau fengu svo Ása gullsmið í Annríki að gera hana upp og setti með millusettinu á hennar upphlut. En notar stelpan búninginn ?
‘’ Ef dóttir mín fengi að ráða mundi hún fara í sínum Upphlut í skólann, en henni finnst þetta æðisleg flík. En hún notar búninginn sinn við svipuð tilefni og ég, það er í veislum, fermingum, giftingum og á hátíðisdögum.’’
Skemmtilegt að segja frá því að hún sér fyrir sýn þar sem öll fjölskyldan er í þjóðbúning frá sömu öld. En henni langar einnig að gera sér útsaumaðan möttul og svo skautbúning áður en hún verður fimmtug.
![]() |
---|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |