
Um Mig

Hver er á bak við síðuna
Ásta Ákadóttir heiti ég og er fædd á því fína ári 1994. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi en fluttist vestur til Bolungarvíkur 2009 þá 15 ára gömul​​. Það er ekki allra að vera flutt svona langt að ''heiman'' á þessum aldri en það reyndist mér mjög vel enda kynnist ég tilvonandi eiginmanni mínum hér. Bolvíking í húð og hár honum Þorsteini en saman eigum við í dag tvö yndisleg börn. Hér í Bolungarvík búum við og stundum bæði nám samhliða vinnu. Enda rosa gott að vera hér.
Af hverju Þjóðbúningar?
Áhugi minn á þjóðbúningum kviknaði ekki fyrr en 2014 þegar að við sambýlismaðurinn minn fórum á okkar fyrsta fræga þorrablót í Bolungarvík. En í Bolungarvík er skylda fyrir allar konur að mæta í íslenska þjóðbúningnum og karlar þurfa að mæta í dökkum jakkafötum. Þar vissi ég ekkert hvert ég ætti að leita en ég þurfti ekki að leita langt þar sem móðursystir Þorsteins, Ella átti búning sem hún var svo góð að lána mér fyrir þetta þorrablót. Ég man ennþá dag í dag hvað ég var heilluð af þessum búningi og hvað hann var fallegur!
Ennþá dag í dag hlakkar mér alltaf jafn mikið til þess að klæðast búningnum að ári liðnu og get valla beðið, en þar sem ég hef ekki ennþá saumað mér búning þá þarf ég á hverju ári að redda mér búning til að vera í þetta eina kvöld en það er bara gaman!
Myndir frá Þorrablóti árin 2014' 2015' 2016' 2017'
![]() 2015 | ![]() 2015 | ![]() 2016 | ![]() 2015 |
---|---|---|---|
![]() 2014 | ![]() 2017 |