
Búningar Karla
Viðmælandi 5 saumaði 3 Herrabúninga.
â
Hörkuduglega konan sem ég tók viðtal við saumaði 3 búninga á sama tíma, 2 fullorðins, þar sem annar var bæði með síðbuxum og hnébuxum og einn barnabúning. Þar sem hún á fyrir 19. Aldar búning á sjálfan sig og notar við hvert tilefni sem hún getur, vildi hún eiga Herrabúning á eiginmanninn af sömu öld og hún var í svo þau gætu nýtt fatnaðinn saman. En hvernig var að sauma 3 búninga á einu bretti ?
â
‘’Eins og með alla búningana sem ég hef saumað, fannst mér ótrúlega gaman að sauma þá og í rauninni ekkert flókið að eiga við. Ef það er eitthvað í þessum búningum sem ég mundi telja flókið þá væri það að prjóna hnésokkana, en það er nú bara því ég hef ekki prjónað hæl áður og því eitthvað krefjandi fyrir mig. Verð ég þó að viðurkenna að sauma þrjá búninga á sama tíma er ekkert annað en geðveiki, en með vinnu og fjölskyldu er þetta svo til óvinnandi vegur. En þetta tókst samt með góðu skipulag’’
â
En hún er hvergi nærri hætt, nú þegar það var bara 1 fjölskyldumeðlimur sem vantaði búning ákvað hún bara að skella sér strax í að sauma hann og klára svo Faldbúning handa sjálfri sér einnig. En er það öðruvísi að sauma búninga á sjálfan sig og að sauma á aðra? Henni fannst það ekki, hún var alveg jafn spennt fyrir útkomunni á þessum búningum eins og með alla sína búninga. Eins og áður sótti hún námskeiðin hjá Annríki og var Herrabúningsnámskeiðið 11 vikur og lauk núna í apríl s.l. Eiginmaðurinn er nú þegar búinn að klæðast búningnum sínum á árshátíð kúabænda en annars sér hún fyrir sér að þeir verði notaðir við flest öll tækifæri þar sem spariklæðnaður er æskilegur, hátíðisdagar og í veislum.
![]() |
---|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |