
Upphlutur
Viðmælandi 4. 20. Aldar upphlutur
​
Viðmælandi 4 hefur saumað marga búninga en hennar fyrsti var 20.aldar upphlutur. Spurð afhverju hún ákvað að sauma sér þjóðbúning sagði hún
​
’’þetta hafði blundað í mér lengi að sauma mér búning. Hann er svo ótrúlega fallegur, og hver sú sem ber hann er stórglæsileg, ég hef mikinn áhuga á saumaskap og finnst að þjóðbúningar eigi að vera til á hverju heimili’’.
Þegar hún byrjaði á búningum ætlaði hún bara að sauma hann og engan annan. En áhuginn hennar á sögunni, fyrir menningararfinum, fyrir öllum þeim glæsileika sem þessir búninga búa yfir fékk hana til að skipta um skoðun og var hún staðráðin í að gera flest alla búningana, síst kanski Peysufötin. Núna 5 árum seinna er hún búin að sauma sér 19.aldar Upphlut á sig og 12 ára dóttur sína, Herrabúning á eigimanninn og syni sína tvo, sem eru 16. Og 7. Ára. Auk þess er hún seinna á árinu að gera sér 18.aldar Faldbúning og var að byrja á 19.aldar Upphlut fyrir 2.ára dóttur sína! En hvernig fannst henni að sauma búninginn? Það var auðvitað ótrúlega skemmtilegt og alls ekkert flókið sagði hún. Viðmælandinn sat 3 námskeið hjá Annríki til þess að gera búningana auk Faldbúninganámskeið.
​
‘’ Þegar maður kemur inn í Annríki verður maður miklu meira en bara nemandi á námskeiði, maður verður hluti af fjölskyldunni sem Annríki er. Hildur og Ási í Annríki hafa svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera, að það smitar hvern sem er sem kemur þangað inn. Auk þess er Hildur uppfull af fróðleik um allt sem viðkemur þjóðbúningasögunni, en það ásamt ástríðunni fær mann til að sitja hugrifinn og hlusta á hana tala um allt sem við kemur búningnum, og missa aldrei athyglina’’.
​
Svaraði viðmælandi þegar hún var spurð hvernig var að sitja öll þessi námskeið. Við gerð 20 aldar upphlutsins átti hún ekkert til í búninginn áður en hún byrjaði að sauma hann, en hún var 11 vikur samfellt að sauma hann. Viðmælandi notar búninginn einungis við virkilega fín tilefni, eins og fermingar, giftingar, stórafmæli og jarðafarir og finnst hann eiga vera notaður við slík tilefni.
​
![]() |
---|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |