
Faldbúningur
Viðmælandi 2. Faldbúningur
â
Viðmælandi 2 saumaði sér 18.aldar faldbúning. Í janúar 2013 fór hún á 3 ára námskeið hjá Annríki til að gera búninginn, en hún átti ekkert í búninginn áður en hún byrjaði. Hún var 3 ár að sauma búninginn og er enn að bæta við hann. Lukkunarlega rakst hún á gamla þjóðbúninga í Antik búð sem hún gat nýtt silfrið af í nýja búninginn sinn. Henni fannst mjög gaman hvað Hildur í Annríki hafði margar sögur að segja, alltaf komu einhverjar nýjar sögur á hverjum hittingi og ekki skemmdi fyrir hvað hún hefur mikinn fróðleik að deila um alla þjóðbúningana.
â
''Ég hef í raun alla tíð haft áhuga á þjóðbúningum, mamma sagði mér að þegar ég var lítil stoppaði ég við allar konur sem voru í búningum og dáðist af þeim''.
â
Með þessum orðum svaraði hún þegar hún var spurð hvernig áhuginn hafði kviknað á því að sauma sér búning. Hún væri alveg til í að sauma sér fleiri búninga og er hvergi nærri hætt en hana langar næst að sauma sér peysuföt, skautbúning, herrabúning og svo stúlknabúning á stelpuna sína. Aðspurð hvenær hún notar búninginn
''17.júní, búningamessu, 1.sunnudag í aðventu, jarðarför (þó ekki hjá ungu fólki), rölt niðri í miðbæ Hafnarfjarðar bara því hana langaði til þess, allar kosningar, sjómannadaginn.''
Skemmtilegt að segja frá því að hún fékk klútinn og höfuðbúnaðinn í sængurgjöf frá konunum sem voru með henni í saumahóp. Einnig er hún yngsta sem hefur saumað sér faldbúning í Annríki!
â
![]() | ![]() |
---|---|
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() |